mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthafskarfi áfram í lægð

18. ágúst 2011 kl. 11:00

Úthafskarfi Mynd: Einar Ásgeirsson.

475 þúsund tonn mæld af neðri stofni í nýlegum rannsóknaleiðangri

Úthafskarfinn er enn í mikilli lægð, einkum karfi í efri lögum, samkvæmt niðurstöðum úr fjölþjóðlegum leiðangri sem farinn var í sumar. Niðursveiflan virðist hafa stöðvast, að minnsta kosti í bili, en of snemmt er að tala um bata, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Niðurstöður mælinganna voru nánast þær sömu og í síðasta leiðangri árið 2009. Neðri stofn karfa mældist 475 þúsund tonn. Þetta er um 15 til 20 þúsund tonnum meira en mældist árið 2009 en munurinn er ekki marktækur. Mælingarnar í ár og árið 2009 eru þær minnstu frá því mælingar hófust. Um ein milljón tonna mældust til dæmis árið 2001. Bergmálsmælingar á úthafskarfa í efra laginu í sumar sýndu einnig svipaða niðurstöðu og árið 2009.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.