föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthlutað verði aflahlutdeild í makríl

28. október 2013 kl. 10:30

Frá aðalfundi LÍÚ í síðustu viku.

Ályktanir aðalfundar LÍÚ.

Aðalfundur LÍÚ sem haldinn var í síðustu viku samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að setja aflahlutdeild á makríl á skip svo að útgerðum verði gert kleift að skipuleggja veiðarnar og gera þar með mest verðmæti úr aflanum. 

Þá hvatti fundurinn til þess að stjórnvöld úthluti aftur aflamarki á rækju.   

Í ályktun fundarins um veiðigjöld segir m.a.:  ,,Þessi skattlagning hefur dregið mátt úr greininni, en ljóst er að mörg fyrirtæki hafa ekki og munu ekki standa undir þeim gríðarlegu álögum sem stjórnvöld hafa lagt á.“

Fundurinn varar við hugmyndum um að miðstýra markaðsmálum sjávarútvegsins í gegnum opinberan sjóð. 

Ennfremur vill fundurinn taka notkun og skilgreiningu þorskígildisstuðla til gagngerrar endurskoðunar.

Þá leggur fundurinn til að útgerðum verði veitt ákveðið svigrúm til að geta nýtt betur þær aflaheimildir sem þeir fá úthlutað innan eða á milli fiskveiðiára.

Loks er skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ákveða leyfilegan heildarafla á langreyði og hrefnu fyrir næstu fimm ár.

Sjá ályktanir aðalfundar LÍÚ í heild á vefsíðu samtakanna.