þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vaðandi túnfisktorfa fyrir utan Cornwall

25. ágúst 2015 kl. 10:23

Túnfiskur

Breskir sjómenn óhressir að mega ekki nýta túnfiskinn í eigin lögsögu á sama tíma og erlend skip mala þar gull.

Túnfisktorfa sem hugsanlega er um milljóna punda virði synti úti fyrir ströndum Cornwall á Englandi á dögunum en sjómenn á svæðinu mega ekki snerta einn einasta fiski, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Telegraph

Bátur sem siglir með ferðamenn varð fyrst var við túnfiskinn.Talið er að þarna hafi verið um 500 fiskar á ferðinni og því er lýst sem svo að það hafi verið eins og sjórinn hafi sprungið, svo mikill var hamagangurinn.

Fljótt flýgur fiskisagan og nú eru erlend skip komin á svæðið og mala þar gull. Breskri sjómenn eru óhressir yfir því að fá ekki sjálfir að veiða túnfisk í eigin lögsögu og kenna reglugerðarveldinu í ESB um. Aðeins átta ESB-þjóðir mega veiða túnfisk og Bretar eru ekki meðal þeirra.