mánudagur, 9. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vandræðaástand á grásleppuslóð nyrðra

30. mars 2017 kl. 09:00

Mikil þorskgengd hamlar grásleppuveiðum norðanlands.

Mikil þorskgengd heldur grásleppunni frá því að ganga í netin.

Grásleppukarlar á Norðurlandi eru í miklum vandræðum vegna þess hve mikil þorskgengd er á veiðislóð þeirra. Í sumum tilvikum kemur lítið sem ekkert af grásleppu í netin. 

„Þetta lýsir sér þannig að um leið og þorskurinn kemur í netin snýst upp á þau þannig að þau stíflast svo grásleppan kemst ekki í. Menn eru að fá allt niður í enga grásleppu en upp í 900 kíló af þorski í trossu eftir nóttina. Sumir hafa ekki kvóta fyrir þessum afla, auk þess sem netin slitna þegar reynt er að greiða úr þeim þorska sem geta verið allt upp í 20 kíló að þyngd,“ segir Guðmundur Óli Sigurðsson grásleppukarl á Siglufirði í samtali við Fiskifréttir. 

Margir grásleppukarlar eiga engan þorskkvóta og þurfa að leigja hann fyrir 180 krónur þegar þorskur úr grásleppunetum selst kannski á 100 krónur kílóið á fiskmörkuðum. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.