laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Var fljótur að ná í skammtinn

4. maí 2016 kl. 10:59

Jóhann Haukur Þorsteinsson rær á Ritu SH á strandveiðum.

Veiðiferðin byrjaði þó ekki eins og best var á kosið. Fékk krók í gegnum höndina.

Fyrsti dagur á strandveiðum gekk vel hjá Ritu SH frá Grundarfirði ef litið er á aflabrögðin. Jóhann Haukur Þorsteinsson rær á Ritu og var hann fljótur að ná í skammtinn sinn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fiskifrétta, slóst með í för og tók meðfylgjandi myndir. Veiðiferðin byrjaði þó ekki eins og Jóhann hefði kosið því hann fékk krók í gegnum höndina og þurfti að snúa til lands og láta hlúa að sér. Þar var hann deyfður og krókurinn fjarlægður. Aftur var haldið til veiða eins og ekkert hefði í skorist. Aflinn var nánast eingöngu vænn og góður þorskur en einstaka ufsatittir slæddust með.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.