mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Varðskipið Þór á loðnumiðin

13. janúar 2014 kl. 17:28

Varðskipið Þór (Mynd af vef LHG).

Lét úr Reykjavíkurhöfn í dag til eftirlits.

Varðskipið Þór hélt í dag úr Reykjavíkurhöfn og verður á næstunni við eftirlit á íslenska hafsvæðinu. Gert er ráð fyrir að varðskipið verði staðsett á loðnumiðum og til taks nú þegar veiðar eru hafnar þar, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. 

Í vetur er Landhelgisgæslan með tvö varðskip í rekstri og er annað þeirra ávallt á sjó eða til taks. Skipið er ýmist á sjó innan álagssvæða eða í höfn nærri svæðum þar sem mestar líkur eru á aðstoð þeirra. Þegar skipin eru í höfn eru þau fullmönnuð og sinnir áhöfnin æfingum, þjálfun og viðhaldi á skipinu, segir ennfremur á vefnum.