föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Varðskipið Þór með Akurey í togi til Reykjavíkur

18. júní 2018 kl. 15:20

Mynd/Landhelgisgæslan

Akurey AK 10 varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum.

Varðskipið Þór er nú með Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk beiðni um aðstoð frá skipstjóra Akureyjar á sjöunda tímanum í morgun. Varðskipið Þór var þá á Bíldudal og hélt þegar af stað til móts við ísfisktogarann.

Um klukkan 13:00 var Þór kominn að Akurey og tók skamma stund að koma taug á milli skipanna. Að því búnu hélt varðskipið áleiðis til Reykjavíkur með Akurey í togi en gert er ráð fyrir að skipin verði komin til hafnar um hádegisbil á morgun.