sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Varnarbarátta dragnótamanna

1. desember 2011 kl. 12:00

Dragnótaveiðar (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Dragnótamenn segja að sjávarútvegsráðherra hunsi fiskifræðileg viðhorf og virði ekki óskir heimamanna

Dragnótamenn segja að sjávarútvegsráðherra sé einangraður í deilunni um takmarkanir á dragnótaveiðum. Þeir segja að ráðherra hunsi fiskifræðileg viðhorf og virði ekki óskir heimamanna sem hlynntir séu dragnótaveiðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Aðalfundur Samtaka dragnótamanna var haldinn um síðustu helgi. Friðrik G. Halldórsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði í samtali við Fiskifréttir að fundurinn hefði einkennst af þeirri varnarbaráttu sem dragnótamenn standi í gegn árásum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra á þessa grein undanfarin ár.

Fyrr á árinu kvörtuðu Samtök dragnótamanna til umboðsmanns alþingis vegna reglugerðar sjávarútvegsráðherra um lokun á svæði úti af norðanverðum Ströndum fyrir dragnótaveiðum. ,,Þetta er svæði sem liggur ekki að neinni byggð og þar hafa nánast engar veiðar verið stundaðar í önnur veiðarfæri. Því er ekki til að dreifa að dragnótin trufli aðrar veiðar. Ráðherra getur heldur ekki borið því við að hann hlusti á heimamenn því þarna búa engir. Umboðsmaður tók kvörtun okkar til meðferðar. Hann hefur kynnt sér málið og vonandi kemur álit frá honum innan tíðar,“ sagði Friðrik.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.