þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vaxandi eftirspurn eftir sjávarafurðum í Þýskalandi

17. febrúar 2016 kl. 09:00

Ferskar fiskafurðir.

Sjávarafurðir fyrir 3,66 milljarða evra voru seldar í þýskum smásöluverslunum

Vaxandi eftirspurn er eftir sjávarafurðum í Þýskalandi. Met var slegið í sölu fiskmetis í smásöluverslunum í Þýskalandi á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt á vefnum FishUpdate.

Alls voru seldar sjávarafurðir fyrir 3,66 milljarða evra í smásöluverslunum á árinu 2015, sem jafngildir 522 milljörðum íslenskra króna. Þetta er um 115 milljóna evru aukning frá árinu áður.

Fiskiðnaðurinn í Þýskalandi vill nota þennan meðbyr til að framleiða nýjar afurðir. Kældar þægindavörur njóta mikilla vinsælda sem auðvelt er að matreiða í heimahúsum. Þýskur fiskiðnaður framleiddi um 415 þúsund tonn af ferskum afurðum á síðasta ári. Um helmingur af framleiðslunni var unninn í Bremerhaven.