sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vefsíða með áætluðum útflutningi óunnins afla

4. nóvember 2008 kl. 10:25

Opnuð hefur verið ný vefsíða á vef Fiskistofu þar sem notendur vefsins geta séð upplýsingar sem ísfiskútflytjendur hafa sent inn í vikunni um afla sem fyrirhugað er að selja á erlendum fiskmörkuðum í næstu viku.

Farið er inn á þessa síðu af upplýsingasíðu sem notendur vefsins þekkja en hún sýnir áætlaðan útflutning óvigtaðs óunnins afla.

Á síðarnefndu vefsíðunni geta aðilar skoðað hverjir ætla að senda út óvigtaðan afla og gert í framhaldi af því tilboð í aflann.

Rétt er að hafa í huga að upplýsingar um áætlaðan útflutning afla uppfærast jafnóðum og útflytjendur skrá aflann inn. Magnið tekur því örum breytingum þegar líður á vikuna.

Á vef Fiskjstofu segir að ekki þarf að fjölyrða um gildi þess að hafa þessar upplýsingar tiltækar. Þannig geta t.d. aðilar hætt við útflutning ef þeim lýst áætlað framboð afla slíkt að það kunni að valda verðfalli á erlendum ísfiskmörkuðum.

Sjá nánar HÉR.