þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni að hefjast

18. október 2010 kl. 17:02

Ingunn AK fer til veiða á íslenskri sumargotssíld síðar í dag en samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur nú verið gefinn út 15.000 tonna byrjunarkvóti. Þar af koma um 1.800 tonn í hlut skipa HB Granda.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, var ákveðið að senda Ingunni til veiða á íslensku sumargotssíldinni vegna þess að veðurspáin er óhagstæð fyrir austan landið þar sem skip HB Granda hafa stundað veiðar á norsk-íslensku síldinni. Spáin fyrir vestanvert landið er hins vegar hagstæð en vitað er til þess að töluvert magn af íslensku sumargotssíld heldur sig inni á Breiðafirði um þessar mundir.

Uppsjávarskip HB Granda hafa verið við veiðar í Síldarsmugunni, um 300 sjómílur frá Vopnafirði, og hefur síldin fjarlægst íslensku lögsöguna jafnt og þétt síðustu daga. Alls eiga skip HB Granda nú óveidd um 1.400 tonn af norsk-íslenska síldarkvótanum.

Sjá nánar á heimasíðu HB Granda, HÉR