miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðar á Íslandssíld fara vel af stað

10. nóvember 2017 kl. 14:14

Heimaey á leið til Vestmannaeyja. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON

Heimaey að fylla sig

Heimaey VE, uppsjávartogari Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, er við veiðar á Íslandssíld vestur út af Reykjanesi og var kominn með um 900 tonn af vænni síld í fimm holum.

 

Ólafur Einarsson skipstjóri var að hífa þegar Fiskifréttir höfðu samband og sagði talsverða síld vera á svæðinu.

„Við erum komnir með um 900 tonn á tveimur dögum og vantar enn 100 tonn. Við fengum mest upp í 400 tonn í holi og niður í lítið,“ segir Ólafur.

Fjögur önnur skip voru á litlum bletti djúpt úti af Faxaflóa, þar á meðal Sigurður VE og Jóna Eðvalds SF.

„Heilt yfir hefur verið ágæt veður og veðrið með besta móti um þetta leyti árs. Þetta er fínasta síld og meðalvigtin er 330-350 grömm og hún lítur vel út. Þetta lítur ekki illa út. Það er síld hérna á blettum,“ sagði Ólafur.