þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðar á ýsu, ufsa og gullkarfa komnar í vottunarferli

21. júní 2011 kl. 17:02

Ýsa

Iceland Responsible Fisheries vottun mætir kröfum FAO í fiskveiðimálum

Veiðar á þremur mikilvægum fiskistofnum við Ísland eru nú komnar í formlegt vottunarferli samkvæmt kröfum og leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO); ýsu, ufsa og gullkarfa. Um er að ræða sama kerfi og viðmiðanir og vottað var eftir þegar þorskveiðar fengu vottun í desember sl.  

Þetta skref er mikilvægt framhald fyrir aðgengi að helstu mörkuðum þar sem gerðar eru strangar kröfur um vottun þriðja aðila og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Global Trust Certification á Írlandi tekur veiðarnar út en umsækjendur um vottun eru hagsmunaaðilar í veiðum og vinnslu.

Sjá nánar HÉR.