föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðidagar grásleppu verða 36

4. apríl 2017 kl. 15:39

Grásleppa

Ráðherra fer að tillögu Landssambands smábátaeigenda

Gefin hefur verið út reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar.  Þar er staðfest að fjöldi veiðidaga á vertíðinni 2017 verða 36, að því er fram kemur í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum lagði LS til að veiðidagar yrðu 36 og hefur sjávarútvegsráðherra farið að þeirri tillögu.