laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðigjöld vegna loðnu 760 milljónir

1. apríl 2014 kl. 15:01

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Ekkert aprílgabb! Gjalddaginn er í dag

Fiskistofa hefur gengið frá álagningu almenns og sérstaks veiðigjalds vegna úthlutaðra aflaheimilda í loðnu á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildarfjárhæð álagningarinnar nemur 760 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Svo vill til að gjalddagi er í dag 1. apríl og tekur Fiskistofa sérstaklega fram að hér sé ekki um aprílgabb að ræða. Eindagi er svo 15. apríl. 

Almennt veiðigjald vegna loðnunnar nemur 150 milljónum króna, sérstaka veiðigjaldið er tæplega 605 milljónir og lækkun sérstaks veiðigjalds nemur tæpum 4 milljónum króna.

Enn er eftir að leggja á stóran hluta veiðigjalda vegna yfirstandandi fiskveiðiárs. Sjá má stöðu álagningar veiðigjalda fiskveiðiárin 2012/2013 og 2013/2014 HÉR.