mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðiferðin skilaði 300 milljónum

6. júlí 2011 kl. 13:15

Mánaberg ÓF

Mánabergið landar úthafskarfaafurðum sem samsvarar um 870 tonnum upp úr sjó

Í nótt kom Mánaberg ÓF 42 til hafnar í Þorlákshöfn með góðan úthafskarfaafla af Reykjaneshrygg og er honum landað í dag. Í skipinu eru 257 tonn af afurðum, sem svarar til 436 tonna afla upp úr sjó. Mánaberg millilandaði í Reykjavík 20. júní sl. svipuðu magni og hélt þaðan á úthafskarfamiðin og kláraði veiðiferðina, að því er fram kemur á vef Ramma.

Heildaraflinn í þessum tvískipta úthafskarfatúr er því um 870 tonn upp úr sjó að verðmæti kr. 300 milljónir.

Úthafskarfaveiðar hafa gengið vel á  vertíðinni og varð heildarafli Mánabergs 1.311 tonn. Þegar hafnarfríi áhafnarinnar lýkur er næsta verkefni að reyna við makrílinn í fyrsta sinn. Ágæt makrílveiði hefur verið úti fyrir öllu Suðurlandi að undanförnu.