mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðistopp við Máritaníu

22. nóvember 2012 kl. 08:00

Gloria, annar tveggja togara Úthafsskipa ehf. í Hafnarfirði, sem veitt hafa við Máritaníu.

Öll erlend veiðiskip við Máritaníu, þeirra á meðal þau sem Íslendingar gera út, eru hætt veiðum þar.

 

Frá og með 1. september síðastliðnum hafa engin erlend skip stundað veiðar við strendur Máritaníu. Meðal þeirra skipa sem hætt eru veiðum eru að minnsta kosti átta skip sem Íslendingar hafa gert út þar syðra í seinni tíð. Ástæðan fyrir þessu er sú að stjórnvöld í Máritaníu bjóða upp á nýja samninga sem engar útgerðir geta sæst á. 

Ekki alls fyrir löngu gerði Evrópusambandið nýjan fiskveiðisamning við Máritaníu þar sem veiðigjaldið var hækkað verulega auk þess sem leyfilegt veiðisvæði var fært utar þannig að skipin mega nú ekki veiða nær landi  en 20 sjómílur í stað 12 mílna áður.

Erlendu útgerðirnar telja að sjálfhætt sé veiðum vegna þessara skilyrða því ekki aðeins sé veiðigjaldið hækkað úr öllu hófi heldur sé engin veiðivon á því svæði sem leyfilegt sé að stunda veiðar á. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.