laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðiheimildir teknar af atvinnumönnum og færðar til annarra

17. apríl 2009 kl. 13:24

segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ um handfæratillögur ráðherra

,,Með áformum sínum um frjálsar handfæraveiðar er sjávarútvegsráðherrann að taka veiðiheimildir af atvinnusjómönnum og –útgerðarmönnum úti á landi og flytja þær til annarra, jafnvel í sömu byggðarlögunum,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir. 

Friðrik segist ekki syrgja það að byggðakvótinn verði afnuminn, en réttast væri þá að skila þessum heimildum aftur inn í hið almenna veiðikerfi í stað þess að ráðstafa þeim með þessum hætti.

,,Verst í þessu er kannski það að nú er verið að búa til enn einni veiðipottinn. Allir fyrri pottarnir hafa sprungið þannig að veitt var margfalt meira en ætlað var og að lokum voru heimildirnar teknar af öðrum. Að vísu er tekið fram að slíkt skuli ekki gerast að þessu sinni en hættan er sú að það fari meira og meira í þennan nýja flokk þegar fram í sækir.

Við höfum ekki efni á því og síst við þær aðstæður sem nú ríkja að ráðstafa stórum hluta veiðiheimildanna í óarðbæran veiðiflokk. Þetta er mikil öfugþróun, því miður,” sagði Friðrik J. Arngrímsson.