mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðum og vinnslu á kúffiski hætt á Þórshöfn

9. október 2009 kl. 15:07

Í lok október í fyrra stöðvaðist vinnsla á kúfskel hjá Ísfélaginu á Þórshöfn og hefur hún ekki farið í gang síðan. Nýlega var kúffiskveiðiskip félagsins, Fossá ÞH, selt og þar með staðfest að veiðum og vinnslu á kúffiski væri endanlega hætt, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

,,Við höfum reynt að halda úti veiðum og vinnslu á kúffiski í rúman áratug og oft hefur það gengið brösuglega. Markaðsmálin hafa verið okkur erfið. Við höfum ekki fengið viðunandi verð og einnig hefur okkur ekki tekist að selja allar afurðir sem við höfum framleitt. Mikill vilji hefur verið fyrir því að láta dæmið ganga upp en menn telja nú að það sé fullreynt,“ sagði Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. á Þórshöfn, í samtali við Fiskifréttir er hann var spurður hver ástæðan hefði verið fyrir því að veiðum og vinnslu á kúffiski hefði verið hætt.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum