sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vélstjórar hafna alfarið þátttöku í olíukostnaði

27. ágúst 2008 kl. 14:04

Á fundi í kjaranefnd sjómanna hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem haldinn var á föstudaginn, var m.a. fjallað um kröfu útgerðarmanna um að áhafnir taki þátt í olíukostnaði skipa.

Var kjaranefnd sjómanna VM sammála um að þátttaka í olíukostnaði væri ekki til umræðu og yrði alfarið hafnað í komandi kjarasamningaviðræðum.

VM sér fram á alvarlegt ástand í mönnunarmálum og harðar deilur vegna olíukostnaðar skipa, segir í fréttatilkynningu frá félagi.

Nánar er fjallað um málið á vef félagsins, www.vm.is