föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veltir 90 milljörðum íslenskra króna

26. febrúar 2016 kl. 12:11

Royal Greenland er langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands.

Royal Greenland með 2.200 starfsmenn heima og erlendis.

Velta sjávarútvegsrisans Royal Greenland á síðasta rekstrarári nam sem svarar 90 milljörðum íslenskra króna og hagnaður fyrir skatt nam 3,9 milljörðum króna. Starfsmenn eru tæplega 2.200 talsins, þar af um 1.200 í Grænlandi sjálfu, 195 í Danmörku og um 760 í öðrum löndum. 

Royal Greenland starfrækir 38 fiskvinnslur í Grænlandi og gerir út allmarga stóra úthafstogara auk minni skipa. Skip fyrirtækisins gera aðallega út á rækju, grálúðu og þorsk, auk makríls, síldar og loðnu við Austur-Grænland. 

Sjá nánar um umsvif Royal Greenland í nýjustu Fiskifréttum.