mánudagur, 1. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Venjuleg flensa hjá áhöfn togarans

Svavar Hávarðsson
20. mars 2020 kl. 17:13

Staðfest hefur verið að veikindin sem komu upp hjá áhöfn togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar frá Grindavík eru ekki af völdum COVID-19 veirunnar.

Staðfest hefur verið að veikindin sem komu upp hjá áhöfn togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar frá Grindavík eru ekki af völdum COVID-19 veirunnar.

Eins og greint var frá fyrr í dag kom togarinn Hrafn Sveinbjarnarson til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Hafði þá Landhelgisgæslan látið vita að von væri á skipinu. Um öryggisaðgerð var að ræða vegna Covid – 19 faraldursins.

Nokkrir úr áhöfn togarans höfðu veikst um borð og var óskað eftir lækni. 17 af 26 manna áhöfn höfðu verið veikir og þrír mikið veikir.

Töldu menn hjá útgerðinni að allar líkur væri á því að þetta væri umgangspest eins og er víða að ganga í samfélaginu.

„En svo voru einhverjar lýsingar á sjúkdómseinkennum sem leiddu til þess að mönnum þótti rétt að fá skipið inn og athuga stöðuna. Þess vegna kom Hrafn Sveinbjarnarson inn til Vestmannaeyja,“ sagði Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf., í viðtali við Fiskifréttir fyrr í dag.

Hefur Eiríkur Óli nú staðfest að um venjulega flensu er að ræða eins og forsvarsmenn fyrirtækisins töldu.