mánudagur, 13. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Venus NS í vélarupptekt

4. júní 2020 kl. 13:00

Venus NS,uppsjávarskip Brims

Kolmunnavertíðinni gott sem lokið - næsta verkefni eftir slipp er makríllinn.

Vinna er hafin við reglubundna upptekt á aðalvél uppsjárveiðiskipsins Venusar NS og er verkið unnið í Reykjavík. Venus kom til Reykjavíkur eftir að hafa landað kolmunna á Vopnafirði. Bergur Einarsson skipstjóri segir lítinn kraft vera í kolmunnaveiðunum og vertíðin í færeysku lögsögunni sé að fjara út.

Þetta kemur fram á heimasíðu Brims.

„Við vorum mest norðaustur af Færeyjum í þessum túr. Einhverjir voru fyrir sunnan okkur en aflinn var ekki betri þar. Ef menn voru heppnir þá gátu þeir hangið á 200 tonnum af kolmunna á sólarhring. Annars var aflinn yfirleitt minni. Við vorum t.a.m. 12 daga á veiðum og aflinn var rúm 2.200 tonn,” segir Bergur en hann telur að vertíðinni í færeysku lögsögunni sé lokið.

„Við verðum svo tilbúnir í makrílvertíðina,” segir Bergur.