föstudagur, 27. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Venus NS með makril til Vopnafjarðar

10. júlí 2019 kl. 16:08

Venus NS,uppsjávarskip Brims

Makrílvertíðin fer rólega af stað, segir skipstjórinn á Venus NS

Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS, segir makrílinn stóran og líta vel út en eigi þó eftir að bæta á sig fitu. Skipið er á leið til Vopnafjarðar með fyrsta makrílafla ársins, alls 300 tonn sem veidd voru í fjórum holum sunnan og suðaustan Vestmannaeyja.

Frá þessu er greint á vef HB Granda, og rætt við Berg sem segir brælu hafa orðið til þess að ákveðið var að sigla með aflann til Vopnafjarðar.

„Það er vindstrengur með allri suðurströndinni og bræla í augnablikinu. Ég veit að áhöfnin á Víkingi AK, sem fór á miðin í gær, bíður átekta eftir því að veðrið gangi niður og þótt við höfum leitað austur kantinn á leiðinni frá veiðisvæðinu þá hefur ekki viðrað til veiða.“