þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á leigukvóta þorsks í hæstu hæðum

23. október 2009 kl. 09:33

Frá því snemma í vor hefur verð á aflamarki og krókaaflamarki hækkað mikið og nú um stundir er verð á aflamarki í hæstu hæðum eða í 270 kr/kg. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu.

Undanfarið ár hafa verið miklar sveiflur á verði á afla- og krókaaflamarki í þorski. Eftir stöðugt verð í aflamarki þar sem það hélst í kringum 250 kr/kg um eins árs skeið á fiskveiðiárinu 2007/08 varð mikil verðlækkun í kjölfarið á bankahruninu síðastliðið haust. Fór verð á aflamarki þá niður í 160 kr/kg. Verð á krókaaflamarki sveiflaðist á sama hátt en meiri sveiflur hafa þó einkennt krókaaflamarkið á undanförnum misserum.

Sjá nánar línurit á vef Fiskistofu, HÉR