þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á norskum eldisþorski lækkar

22. júlí 2011 kl. 14:43

Þorskur á sundi.

Meðalverð á kíló samsvarar 565 ISK á kíló

Verðlækkun á eldisþorski frá Noregi heldu áfram þriðju vikuna í röð, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Tölur frá norska útflutningsráðinu sýna að flutt voru út 144 tonn af eldisþorski í viku 28 og meðalverðið var 26,38 krónur norskar á kíló, eða sem svarar til 565 krónum íslenskum. Vikuna þar á undan nam útflutningur á eldisþorski 207 tonnum og meðalverðið var þá 27,36 krónur á kíló.