föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð sjávarafurða hækkaði um 10% á síðasta ári

1. mars 2016 kl. 12:37

Ferskar fiskafurðir.

Viðskiptakjör bötnuðu mikið vegna lækkunar olíuverðs og hækkunar á sjávarafurðaverði.

Á síðasta ári er áætlað að verð sjávarafurða hafi hækkað um 10,2% að meðaltali, mælt í erlendri mynt. Hækkunin var mest í upphafi árs og dró úr eftir því sem leið áárið. Á næstu árum er reiknað með að verð sjávarafurða hækki að jafnaði um 2%.

Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. 

Viðskiptakjör bötnuðu mikið árið 2015. Þar fór saman mikil lækkun olíuverðs og hækkun á verði sjávarafurða og er áætlað að viðskiptakjör hafi batnað um 6,6% á árinu. Horfur eru á minni bata í ár eða um 2%.

Gert er ráð fyrir að viðskiptakjör versni lítillega árin 2017–2018 þegar hækkun olíu- og hrávöruverðs verður komin á skrið en verði stöðug eftir það.