föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á þorskhrognum lækkar um 40% á fiskmörkuðum

18. febrúar 2016 kl. 09:00

Ástæðan er lokun Rússlandsmarkaðar

Verð á þorskhrognum á fiskmörkuðum landsins það sem af er þessu ári hefur lækkað umtalsvert miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Rússlandsmarkaður er nú lokaður fyrir iðnaðarhrognum. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Meðalverð á þorskhrognum frá áramótum er rétt um 200 krónur á kíló á fiskmörkuðum. Á sama tíma í fyrra var verðið tæpar 332 krónur á kíló. Hér er því um umtalsverða lækkun að ræða, eða tæp 40%.

Norðmenn hafa selt mikið af iðnaðarhrognum til Rússlands á undanförnum árum. Þessi hrogn hafa nú leitað á aðra markaði og leitt til verðlækkunar bæði á iðnaðarhrognum og á öðrum verðmætari hrognaafurðum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.