föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verða fiskveiðar stundaðar í Norður-Íshafi í framtíðinni?

31. október 2013 kl. 10:35

Norður-Íshafið

Vísindamenn frá strandríkjum við Norður-Íshafið funda um hvort hægt verði að nýta fleiri tegundir en ískóð og snjókrabba

Vísindamenn frá fimm löndum þinga þessa dagana í Tromsø í Noregi um hvort líklegt sé að fiskveiðar verði stundaðar í Norður-Íshafinu í framtíðinni í kjölfar loftlagsbreytinga. Þeir vinna einnig að tillögum um hvernig rannsóknum á fiskistofnum í Norður-Íshafinu skuli háttað í framtíðinni.

Vísindamennirnir koma frá strandríkjum við Íshafið: Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Grænlandi/Danmörk og Noregi. Loftalgsbreytingar leiða til þess að ísinn minnkar í Norður-Íshafinu. Vísindmennirnir reyna nú að svara þeirri spurningu hvort það hafi þau áhrifi á lífríkið að einhverjir þekktir nytjastofnar leggi leið sína þangað í fæðuöflun.

Í dag eru það aðeins ískóð og snjókrabbi sem hrygna á grunnsævi í kringum Norður-Íshafið en rannsóknir á þessum tegundum eru skammt á veg komnar. Fjöldi tegunda sjávarlífvera hafa fundist í kalda sjónum en ekki borgar sig að svo komnu máli að nýta þær. Þetta eru sennilega mest tegundir sem straumar flytja inn á svæðið. Spurningin er hvort þessar tegundir nái að "festa rætur“ á þessu svæði og fjölga sér.