laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verða veiðar á sýktri síld leyfðar í vor?

28. apríl 2011 kl. 09:47

Síld.

Um 70-80% sýking mældist í síld í Grundarfirði í síðustu viku

Töluvert fannst af sýktri síld í Grundarfirði í síðustu viku. Hafrannsóknastofnun hefur fengið nótaskip til frekari rannsókna. Ef síldin reynist jafnsýkt og talið er og ef hún heldur sig áfram í Grundarfirði er hugsanlegt að leyfðar verði veiðar á síld í firðinum í vor, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir hefðu farið á Dröfninni og mælt um 30 þúsund tonn af síld í Grundarfirði og um 70-80% síldarinnar hefði verið sýkt. ,,Til að fylgjast með sýkingunni og fá staðfestingu á því hvort ástandið sé jafnslæmt og sýni sem við náðum gefa til kynna höfum við fengið nótaskipið Jónu Eðvalds SF til að fara með okkur í rannsóknarleiðangur,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði jafnframt að ef staðfesting fengist á þetta háu sýkingarhlutfalli kæmi til álita að mæla með veiðum á síldinni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.