mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðhrun á notuðum skipum í Noregi

29. nóvember 2012 kl. 10:00

Tölvumynd af einu þeirra fiskiskipa sem smíðuð hafa verið fyrir Norðmenn að undanförnu.

Nýsmíðuð skip leysa hin eldri af hólmi.

Verð á notuðum fiskiskipum í Noregi hefur lækkað um 30% að meðaltali það sem af er þessu ári, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren. Ástæðan er aukið framboð eldri skipa sem víkja fyrir nýsmíðuðum. Norskir skipasalar gera sér vonir um að markaður sé fyrir notuðu skipin erlendis, m.a. á Íslandi. 

Gríðarleg endurnýjun er að verða í norska fiskiskipaflotanum. Á tímabilinu 2011-2014 verða smíðuð samtals 59 stór fiskiskip fyrir Norðmenn að verðmæti næstum 9 milljarðar norskra króna eða jafngildi 200 milljarða íslenskra króna. 

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.