fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti afla í beinni sölu nam um 64 milljörðum 2011

20. mars 2012 kl. 15:00

Ýsa og koli í dragnótarafla (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Verðmæti sjófrysts afla var um 63 milljarðar

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 63,8 milljörðum króna á árinu 2011 og jókst um 17,5% frá fyrra ári, að því er fram kemur í frétt frá Hagstof Íslands.

Aflaverðmæti sjófrystingar var 62,5 milljarðar sem er 26,3% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam um 19,3 milljörðum króna, sem er 1,8% aukning milli ára.

Hlutfalli milli þessara þriggja tegunda löndunar af 153 milljarða heildaraflaverðmæti er: 41,7% í beinni sölu, 40,8% sjófryst og 12,6% á markað til vinnslu innanlands.