þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti sjávarafla 11,9 milljarðar í ágúst

12. desember 2018 kl. 11:36

Heimild: Hagstofa Íslands

Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 12,9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa í ágúst nam tæpum 11,9 milljörðum króna sem er jafn mikið og í ágúst 2017. 

Hagstofa Íslands greinir frá.

Verðmæti botnfiskaflans nam rúmum 6,9 milljörðum og jókst um 2,9%. Aflaverðmæti þorsks var tæpir 4 milljarðar sem er á pari við ágúst 2017. Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 3,2 milljörðum og dróst saman um 13,6% samanborið við ágúst 2017. Verðmæti flatfisktegunda nam 1,3 milljörðum og verðmæti skel- og krabbadýraafla 385 milljónum.

Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 12,9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.