sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti útfluttra sjávarafurða 115 milljarðar

31. júlí 2018 kl. 09:12

Fyrri hluta ársins fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir 115 milljarða króna. Á sama tímabili árið 2017 nam útflutningurinn 93 milljörðum.

Hagstofan greinir frá því í dag að fyrri hluta þessa árs, frá janúar til júníloka, hafi útflutningur sjávarafurða numið 115 milljörðum króna. Á sama tímabili árið 2017 nam útflutningurinn 93 milljörðum, og varð útflutningurinn í ár því 24 prósentum meiri en fyrri hluta síðasta árs.

Munurinn skýrist að verulegu leyti af sjómannaverkfalli í byrjun síðasta árs.

„Sjávarafurðir voru 40,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 24,1% hærra en á sama tíma árið áður,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Aukning var í nær öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.“