sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmætið 157 milljarðar frá upphafi

21. maí 2013 kl. 09:04

Úthafskarfaveiðar á Þerney RE. (Mynd: Hjalti Gunnarsson).

Íslensk skip hafa veitt 670.000 tonn af úthafskarfa frá byrjun.

Frá upphafi úthafskarfaveiða árið 1982 hafa veiðst um alls um 2,8 milljónir tonna af þessari fisktegund. Íslendingar hófu veiðarnar árið 1989 og hafa íslensk skip veitt 670.000 tonn sem er 24% af heildarveiði allra þjóða. 

Ætla má að útflutningsverðmæti afla Íslendinga sé um 157 milljarðar króna á núvirði, samkvæmt lauslegu mati Fiskifrétta. 

Sjá nánar í Fiskifréttum.