laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðlækkun, sölutregða og óvissa á erlendum mörkuðum

22. janúar 2009 kl. 12:10

Eftir miklar verðhækkanir á íslenskum sjávarafurðum erlendis síðustu árin hefur nú slegið í bakseglin í kjölfar efnahagskreppunnar í heiminum. Frá því í haust hefur verð á fiskafurðum lækkað um 10-30% í erlendri mynt. Samhliða því er farið að gæta sölutregðu, birgðahald hefur aukist innanlands, erlendir kaupendur panta minna í einu og krefjast lengri greiðslufrests og neysla á dýrari fiski dregst saman í markaðslöndunum.

Að sögn íslenskra framleiðenda má líta á verðlækkunina að hluta til sem leiðréttingu á verði sem orðið var óeðlilega hátt en minnkandi neysla og erfiðara söluferli veldur áhyggjum. Jafnframt ríkir óvissa um framhaldið.

Frá þessu er skýrt í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Fjallað er um málið í viðtölum við framleiðendur og seljendur sjávarafurða.