laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðlækkunin fyrst og fremst í þorski

2. apríl 2009 kl. 12:34

Verð á þorski hefur lækkað um fjórðung í erlendri mynt síðustu mánuðina en ýsuverð mun minna og ufsi og karfi hafa lítið eða ekkert gefið eftir, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. 

Miklar sögur fara af verðlækkun á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt síðustu vikur og mánuði og ekki að ástæðulausu, en lækkunin á fyrst og fremst við um þorsk og þá mest stóran þorsk. Ýsan hefur haldist mun betur í verði og má ætla að lækkun á frystri ýsu hafi numið í kringum 10% á þessu tímabili. Karfinn er hins vegar áfram í góðu verði og ufsinn líka þótt síðarnefnda tegundin hafi ef til vill látið aðeins undan síga á löngum tíma.

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.