miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti gámafisks jókst um 30% fyrstu níu mánuðina

17. desember 2008 kl. 09:51

Frá janúarbyrjun til septemberloka á þessu ári jókst sala á fiski í gámum frá Íslandi úr 37.600 tonnum í 45.600 tonn sem er 21% aukning í magni.

Verðmæti þessa fisks jókst hins vegar úr tæplega 6,5 milljörðum króna í rúmlega 8,4 milljarða eða um 30%. Þar hefur lækkun á gengi krónunnar áhrif auk magnaukningarinnar.

Sé litið á einstakar tegundir kemur í ljós að sala á þorski í gámum dróst saman milli ára úr tæplega 5.400 tonnum í rúm 5.000 tonn. Verðmætið jókst hins vegar úr 1.270 milljónum króna í 1.450 milljónir enda hækkaði meðalverðið úr 236 kr/kg í 288 kr/kg.

Á hinn bóginn jókst útflutningur á ýsu um 37% milli ára á þessu tímabili, fór úr 15.800 tonnum í 21.600 tonn og verðmætið jókst úr rúmlega 2,3 milljörðum króna í 3,6 milljarða króna. Meðalverð á ýsu hækkaði úr 148 kr/kg í 167 kr/kg milli ára.

Þessar upplýsingar hafa Fiskifréttir unnið upp úr tölum Hagstofu Íslands.