laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti sjávarafurða í Austur-Kanada dregst saman

3. maí 2010 kl. 15:13

Verðmæti sjávarafurða dróst verulega saman á síðasta ári á Nýfundnalandi og Labrador í Austur-Kanada. Þetta eru einmitt þau svæði sem urðu einna harðast úti þegar þorskstofninn við Kanada hrundi árið 1990.

Útflutningsverðmætið nam 617 milljónum evra (105 milljarðar ISK) og hafði lækkað um 22% frá árinu áður. Ástæðuna fyrir samdrættinum má aðallega finna í efnahagslægðinni í heiminum en styrking dollars í Kanada gagnvart Bandaríkjadali vegur einnig þungt.

Verðið lækkaði á lykiltegundum eins og snjókrabba, rækju og humar. Á móti kemur að fiskeldi í Kanada hefur gengið vel. Þrátt fyrir sterka stöðu Kanadadollars voru tiltölulega litlar birgðir í landinu af krabba og rækju í upphafi ársins.