fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 22% í fyrra

7. maí 2010 kl. 09:28

Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti tæplega 209 milljarða króna á árinu 2009 og jókst verðmæti þeirra milli ára um 22% en dróst saman í magni um 4%. Árið 2009 voru flutt út 669 þúsund tonn samanborið við 697 þúsund tonn árið áður.

Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Hagstofu Íslands. Líkt og undanfarin ár skiluðu frystar afurðir um helmingi útflutningsverðmætis. Af einstökum afurðum vó verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 16,4 milljarða króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 6,8% til Asíu og 4,9% til Norður-Ameríku.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar, HÉR