föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Versta byggðaaðgerð sögunnar"

20. apríl 2012 kl. 11:00

Bæjarstjóri Vesturbyggðar gagnrýnir fiskveiðifrumvörpin

„Við þá sem halda því fram að hér kalli hver í kapp við annan „úlfur úlfur" segi ég: Kynnið ykkur málin betur hjá samfélögunum allt í kringum landið, lesið útreikninga sveitarfélaga, óháðra úttektaraðila og endurskoðendafyrirtækja. Þær niðurstöður eru ekki keyptar. En þær niðurstöður ættu að vera stjórnvöldum varnaðarorð og koma í veg fyrir að tekin verði ákvörðun um að fara í einhverja verstu byggðaaðgerð sögunnar," sagði Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar um fiskveiðifrumvörp ríkisstjórnarinnar á opnum fundi viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hóteli í Reykjavík í fyrradag.

Frá þessu er greint á vef LÍÚ.