sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verður lífdísill framleiddur úr örsmáum sjávarlífverum?

4. júní 2009 kl. 15:00

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir rannsókn sem miðar meðal annars að því að finna hentugar sjávarlífverur sem unnt yrði að nota sem hráefni til framleiðslu á lífdísil, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

,,Við höfum áhuga á því að búa til lífmassa úr sjávarlífverum og erum sérstaklega með plöntu- og dýrasvif í huga. Helst leitum við að einfrumungum,“ segir Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem stýrir þessari rannsókn.

,,Ófrumbjarga einfrumungar eru örverur sem safna margar hverjar mjög mikilli fitu. Allt að 60-70% af þyngd þeirra geta verið fita. Áhugi okkar á þeim kviknaði vegna þess möguleika að nota þessar lífverur sem hráefni í fóðurlýsi. Einnig má hugsa málið lengra og kanna hvort þau henti til lífdísilframleiðslu. Lýsi úr þeim má auðveldlega umbreyta í eldsneyti,“ segir Hjörleifur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.