laugardagur, 6. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vestmannaey VE fiskaði fyrir 830 milljónir króna í fyrra

9. september 2011 kl. 09:52

Vestmannaey VE (Mynd: Guðm. St. Valdimarsson)

Yfir 20 bátar með meira en hálfan milljarð í aflaverðmæti

Tuttugu og tveir bátar fiskuðu fyrir meira en hálfan miljarð króna hver á árinu 2010 samanborið við þrettán báta árið 2009 og sex báta árið 2008. Þrír efstu bátarnir voru allir á togveiðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Togbáturinn Vestmannaey VE, sem Bergur-Huginn, gerir út skilaði mestu aflaverðmæti allra báta á landinu á síðasta ári, eða 831 milljón króna. Í öðru sæti var Bergey VE, sem Bergur-Huginn gerir einnig út, með 772 milljóna króna aflaverðmæti. Í þriðja sæti var Steinunn SF, sem Skinney-Þinganes gerir út, með 758 milljónir króna. Þessi þrjú skip voru einnig í efstu sætunum árið 2009 en þá var Steinunn SF efst, Vestmannaey VE í öðru sæti og Bergey VE í því þriðja.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.