sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Víða vart við sandsíli

16. maí 2008 kl. 12:30

Vísbendingar eru um að hrygning sandsíla hafi tekist vel í fyrra en ekki fæst úr því skorið fyrr en eftir sandsílaleiðangur í sumar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.    

Sjómenn sem stunda veiðar við suðurströndina hafa tekið eftir því að óvenjumikið er um sandsíli ef miðað er við tvö til þrjú síðastliðin ár. Bæði lóðar á sílið og það finnst nú í þorskmögum í meira mæli en undanfarin ár. Ennfremur hefur fuglinn sótt í sílið sem aldrei fyrr.

,,Við höfum fengið jákvæðar fréttir af sílinu frá sjómönnum og þeir hafa einnig sent okkur sýnishorn af því. Það er vísbending um að hrygningin hafi tekist betur í fyrra en árin þar á undan en við getum ekkert fullyrt í þeim efnum fyrr en eftir árlegan sandsílaleiðangur í sumar,“ sagði Valur Bogason, útibússtjóri hjá Hafrannsóknastofnun í Vestmannaeyjum, í samtali við Fiskifréttir en Valur hefur stjórnað rannsókn á sandsílum undanfarin ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.