laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðbót við fyrri mælingar á loðnu fannst norður af Vestfjörðum

7. febrúar 2013 kl. 10:34

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Auknar líkur á vestangöngu loðnunnar – loðnan hefur ekki tíma til að ganga austur um á hefðbundnar hrygningarstöðvar

 

Megnið af loðnunni sem mældist umfram fyrri mælingar fannst í djúpkantinum norður af Strandagrunni og vestur undir Kögurgrunn, frá 22. gráðu vestur og að 24. gráðu vestur, að því er Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Rætt var við Svein í gærmorgun eftir að loðnukvótinn hafði verið aukinn um 150 þúsund tonn. Sveinn sagðist ekki geta svarað því á þessari stundu á hvaða leið sú loðna væri sem fannt norður af Vestfjörðum. „Ég á erfitt með að sjá að þessi loðna geti farið hringinn austur, suður fyrir land og vestur eftir. Hún hefur ekki tíma vegna kynþroska til að ljúka slíkri göngu áður en kemur að hrygningu. Loðnan kemst væntanlega aldrei lengra en að suðaustanverðu landinu,“ sagði Sveinn.

Aðspurður taldi Sveinn líklegt að loðnan gengi vestur fyrir land og suður í Breiðafjörð og Faxaflóa til hrygningar. Um það væri þó ekkert hægt að fullyrða.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.