fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Víðtæk þátttaka í aðgerðum LÍÚ

4. júní 2012 kl. 10:36

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.

Hátt í 400 smærri bátar þó komnir á sjó.

 

,,Ég get ekki séð annað en að þátttakan í aðgerðum okkar sé mjög almenn og víðtæk og nái ekki bara til félagsmanna LÍÚ heldur einnig að einhverju leyti inn í smábátakerfið eftir því sem fram hefur komið í fréttum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir.  

,,Okkur er kunnugt um að einhverjir af félagsmönnum okkar þurfa að fara á sjó til þess að draga net sem liggja, til dæmis skötuselsnet,  en þess utan veit ekki um neina sem farið hafa á sjó í morgun,“ segir Friðrik.

Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga voru rúmlega 380 bátar á sjó í morgun þrátt fyrir veiðistoppið. Flestir bátarnir tilheyra strandveiðiflotanum.

„Sjómanndagurinn var í gær og menn því almennt ekki komnir á sjó. Ég geri ráð fyrir að traffíkin aukist upp úr hádegi,“ segir Lárus Jóhannsson vaktstjóri. Því má bæta við að samkvæmt lögum mega róðrar ekki hefjast fyrr en klukkan 12 á hádegi eftir sjómannadag. Eigi að síður eru hátt í 400 bátar komnir á sjó eins og áður sagði.