miðvikudagur, 29. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðvörun frá Landhelgisgæslunni

30. desember 2013 kl. 12:44

Sjávarhæð verður há eftir áramótin. (Mynd af vefsíðu LHG).

Vekur athygli á hárri sjávarstöðu og lágum loftþrýstingi dagana eftir áramót.

Landhelgisgæslan (LHG) vekur athygli á hárri sjávarstöðu eftir áramót samfara fremur lágum loftþrýstingi.

Á vefsíðu LHG er bent á að flóðspá geri ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík dagana 2. jan. kl 06:46, 3. jan. kl. 07:32 og 4. jan. kl. 08:19.

Ef loftþrýstingur verður um 970 mb má gera ráð fyrir flóðhæð verði nálægt 4,9 metrum í Reykjavík, segir LHG.