laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Víetnam: Gríðarlegur vöxtur í sjávarútvegi

15. maí 2010 kl. 14:30

Sjávarútvegur og fiskeldi í Víetnam vex ár frá ári og er ekket lát þar á. Framleiðsla sjávarafurða nam yfir 4,8 milljónum tonna árið 2009 og hefur sexfaldast frá árinu 1986. Fiskeldi hefur tuttugufaldast á sama tíma og nema eldisafurðir 2,5 milljónum tonna á ári.

Víetnamar selja nú sjávarafurðir til 160 landa og nemur árlegt verðmæti 4,2 milljörðum bandrikjadala, jafnvirði 620 milljarða íslenskra króna. Það er rúmlega þrefalt útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi á síðasta ári. Sjávarafurðir eru nú í þriðja sæti yfir helstu útflutningsvörur Víetnama.

Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra Víetnams við upphaf sjávarútvegssýningarinnar Viet Nam Seafood Festival 2010 í síðasta mánuði.