föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vigur SF til Hornarfjarðar

8. júní 2015 kl. 09:46

Vigur SF

Fjárfesting upp á 250 milljónir kr.

Vigur SF 80, nýr bátur sem Víkingbátar smíðuðu fyrir Útgerðarfélagið Vigur á Hornafirði, dótturfélag Skinneyjar-Þinganess, var nýlega afhentur. Báturinn er 15 metra langur, sniðinn fyrir krókaaflamarkskerfið sem nú leyfir stærð allt að 30 brúttótonnum. Um borð er fullkomið línubeitningarkerfi frá Mustad sem tekur 19.000 króka og 43 kör komast fyrir í lest.

Báturinn er allur hinn fullkomnasti að gerð og ríkulega búinn tækja- og tæknibúnaði. Aðbúnaður áhafnar er sömuleiðis til fyrirmyndar með tveimur káetum, 2ja manna og 3ja manna, og allri aðstöðu sem því fylgir.

Vigur SF er fjárfesting upp á 250 milljónir króna. Það sem getur breyst í útgerðarmynstrinu er að úthöld geta verið lengri og hægt að sækja á fjarlægari mið.

 

Sjá nánar í Sjómannadagsblaði Fiskifrétta.