fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilhelm aflahæsta skipið

17. september 2015 kl. 10:16

Vilhelm Þorsteinsson EA (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Í nýjustu Fiskifréttum er birtur listi yfir aflahæstu skip eftir útgerðarflokkum á nýliðnu fiskveiðiári

Afli íslenskra fiskiskipa jókst á síðasta ári miðað við fiskveiðiárið á undan. Aflahæsta skipið í íslenska flotanum á nýliðnu fiskveiðiári var Vilhelm Þorsteinsson EA með rúm 70 þúsund tonn.  

Fiskifréttir hafa tekið saman lista yfir aflahæstu skip í hverjum útgerðarflokki á nýliðnu fiskveiðiári. Á eftir Vilhelm í flokki uppsjávarskipa kemur Börkur NK með tæp 66 þúsund tonn. Aflahæsti skuttogarinn var Brimnes RE með tæp 13 þúsund tonn. Í flokki skipa með aflamark, annarra en uppsjávarskipa, veiddi Vestmannaey VE mest en hún var með tæp 4.300 tonn.

Ellefu krókaaflamarksbátar veiddu eitt þúsund tonn eða meira og þar trónir Gísli Súrsson GK á toppnum með rúm 1.600 tonn. Bárður SH er að vanda aflahæsti smábátur með aflamark með tæp þúsund tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.